8.9.2008 | 12:54
Alvara lífsins tekin við
Þá er skólinn byrjaður og maður kemst loksins í smá rútínu aftur. Rútínan er reyndar hálfgert letilíf þar sem ég byrja aldrei í skólanum fyrr en klukkan 10 á morgnana. Morgnarnir eru hinsvegar eini tíminn sem ég fæ að vera löt. Ég þarf að skrifa stórar feitar ritgerðir í öllum 3 áföngunum sem ég er í fyrir utan öll hin verkefnin og lesturinn. Svo þarf ég að skrifa einar 20 bls fyrir ofurskátanámskeiðið sem ég er á. Fyrir utan það er ég að fara í helgarferð (á skátaráðstefnu) til DK, fer í nokkrar útilegur, í Laufskálarétt, 20 km gönguferð, er í stjórn nemendafélagsins míns og vinn 1 kvöld í viku. Það er eins gott að hafa nóg að gera.
Nanna upptekna
Ps. Það gekk mjög vel að sjóða kartöflur og kjötfarsbollur. Þetta verður endurtekið við tækifæri
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
úú DK?? hvert, hvar, hvenar?
Gunnfríður (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 13:10
Vá það er enginn smá dugnaður í þér stelpa, að vísu ekki við öðru að búast enda af góðum ættum, passaðu þig bara á því að eiga alltaf smá tíma til þess að rækta sjálfa þig !
Ingveldur Theodórsdóttir, 8.9.2008 kl. 14:01
Köben, 18.-21. sept.
Nanna (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 14:25
úú, man.. verst að það sé svo langt í Köben:(
Gunnfríður (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:32
hey, verðum að fara hittast bráðlega :) eigum við að skipuleggja svona kellingaferð til útlanda næsta ár, bara kellurnar og skilja kallana eftir heima? (helst til einhvers heits lands :p)
Sylvia Ósk Rodriques (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:13
Bara að minna ykkur á að ég á heima í heitu landi;)
Gunnfríður (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 11:48
Ég er alveg til í kerlingaferð.
Nanna (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.