Færsluflokkur: Bloggar

Í útvarpinu

Klukkan 14:40 á Rás 1 verður útvarpsþátturinn Þjóðbrók. Þar mun ég ásamt fjórum öðrum blaðra um áhugaleikfélög. Ég tala um Freyvangsleikhúsið. Ég er ekki alveg búin að ákveða hvort ég meika að hlusta á það. Annars er það á ruv.is í tvær vikur svo það er alltaf séns til að hlusta þá ef ég manna mig upp í það. 

 Nanna fjölmiðlakona


Próf smóf

Þetta var góður dagur þrátt fyrir að hann byrjaði á leiðinlegu prófi sem var þreytt í mjög óþægilegum stól. Prófið var samt nokkuð viðráðanlegt og ég er rosalega fegin að það er búið og við tekur við lestur fyrir mun þægilegra próf.

Svo fór ég í vinnuna og grillaði sykurpúða í góða veðrinu með drekaskáta strákunum mínum. Það var mjög ljúft. Að því loknu átti ég gott spjall við gott fólk og fór að hlakka til sumarsins og allra útileganna og verkefnanna.

Svo er raðmorðingjaþáttur að byrja í sjónvarpinu í kvöld.

 Gæti lífið vera betra?!  (ég held að það að vera búin í prófinu geru mig óhóflega jákvæða, sem er bara fínt).

 

Nanna sólskinsbarn

 

 


Maí

Mig langar að:

  • Fara í klippingu
  • Þvo og bóna bílinn minn
  • Taka til í fataskápnum og eldhússkápunum
  • Redda mér kúst til að geta sópað upp öllum ógeðslegu sígarettustubbunum og sandinum sem er fyrir utan útidyrnar mínar
  • Setja blóm í ker út á svalir
  • Baka skinkuhorn
  • Baka muffins með eplum og kanil
  • Kaupa mér hjólahjálm og hnakk
  • Kaupa mér pönnukökupönnu, vöfflujárn og ryksugu
  • Fara í Ikea og kaupa fullt af geymslukössum og skógrind
  • Fara í göngutúr í góða veðrinu

En í staðinn læri ég bara fyrir próf. Þegar það verður yfirstaðið á mig ekki eftir að langa að gera neitt af þessu lengur.

 

Nanna námshestur 


Afmæli

Það eiga ótrúlega margir afmæli um þessar mundir. 

Í gær átti mamma afmæli og pabbi og mamma áttu líka 35 ára brúðkaupsafmæli. Í dag á svo Svava systir mömmu afmæli, litli frændi Jakobs sem hélt upp á afmælið sitt um helgina á líka afmæli í dag sem og Jóhanna vinkona. Halldór Laxness hefði líka átt afmæli í dag.

 

Og það eru bara 47 dagar í afmælið mitt (já, ég taldi).

  


Fjölskylduhelgi

Þessi helgi einkennist af góðum mat, miklum lærdómi og fjölskyldu heimsóknum. Í gær fórum við skötuhjúin í barnaafmæli á skaganum. Við gáfum árs gömlu afmælisbarninu slökkvuliðsbíl með sírenu og blikk ljósi. Barnið skríkti af ánægju yfir látunum en foreldrarnir sögðu að okkur ætti eftir að hefnast fyrir þetta :P

Í dag tökum við okkur svo aðra pásu frá ritgerðarskrifum og heimaprófi til að fara upp í Borgarnes að skipta um dekk á skrjóðnum hans Jakobs og setja vetrardekkin mín í geymslu. Að sjálfsögðu látum við bjóða okkur í mat í leiðinni.

Það er soldið mikið um svona þemadaga því fyrir helgi voru bíladagar hjá mér. Á fimmtudaginn eyddi ég einum og hálfum tíma á biðstofu í Hafnarfirði meðan var verið að umfelga bílinn minn. Óþarfi að taka það fram að ég fer ekki þangað aftur. Á föstudeginum þurfti ég svo að fara á Toyota umboðið að kaupa rándýran súrefnisskynjara og fara á toyota verkstæðið að láta setja hann undir bílinn. (Ég hélt semsagt að pústið væri að gefa sig þar sem bílinn var orðin ansi hávær. Í Hafnarfirðinum sáu þeir hinsvegar að það var bara þessi skynjari sem var bilaður en löguðu hávaðann með því að herða nokkrar skrúfur).

 

Nanna, í fyrsta sinn fátækur námsmaður.  


Barnaefni

Ég var á smá youtube rúnti og rakst á barnaefni sem ég eyddi löngum stundum í að horfa á. Það er samt óþarflega PC fyrir minn smekk... en þá var maður nú lítill og vitlaus.

 

 

Og þetta hérna er líka skemmtilegt... reyndar á þýsku en það er ekkert verra.

 

 

Og þetta verður að sjálfsögðu að fylgja með.

 

Langaði bara að deila þessu með ykkur. 

 

Nanna sjónvarpsglápari 


Verslunarferðir

Ég versla í Krónunni og líkar bara vel. Þar fæ ég allt sem mig vantar fyrir utan heilhveiti, sem mér finnst mjög undarlegt. Þessa dagana vinnur Jakob hinsvegar ötullega að því að prufa allar uppskriftirnar í Nigellu uppskriftabókinni sem ég fékk í jólagjöf og þá dugar Krónan ekki alltaf. Núna ætlar hann að prufa að gera tiramisu. Það fæst allt í það í Krónunni nema mascarpone ostur og lady fingers, sem er það sem tiramisu gengur út á. Við fórum því bara í Nóatún og þar fékkst þetta tvennt (og skuggalega dýrt heilhveiti).

Svo komumst við að því að við höfðum ekki keypt nógan mascarpone ost svo ég fór aftur á stúfana. Ég ákvað að prufa að fara í Bónus búðina sem er beint á móti Krónunni. Þeir áttu að sjálfsögðu ekki mascarpone (eins og ég bjóst reyndar við) en þeir áttu ódýrt heilhveiti. Bónus búðin er hinsvegar svona þrisvar sinnum minni en Krónan, miklu þrengri og með minna úrval. Ég hugsa að ég kaupi mitt heilhveiti næst bara í nóatúni. Ásamt mascarpone osti og sveppum í lausu (sem fást heldur ekki í Krónunni).

 Þegar ég verð stór ætla ég að búa nálagt Nettó. Nettó er best. 

 

Nanna neytandi 


Meiri vandræðagangur

Um þessar mundir á ég að velja áfanga fyrir næsta ár og það er ekki beint auðvelt. Ég fékk nefnilega þá flugu í höfuðið að kannski væri sniðugt að taka fjölmiðlafræðina á næsta ári en ekki á þriðja árinu. Það var bæði út af BA ritgerða pælingum og af því að allir skemmtilegu áfangarnir eru bara kenndir þriðja hvert ár. Það er samt alveg allt of mikið af skemmtilegum áföngum í boði á næsta ári svo þetta er flókið. Svo eru áfangarnir í fjölmiðlafræðinni ekki eins margar einingar og í þjóðfræðinni og maður þarf að taka 2 ljóta leiðinlega félagsfræðiáfanga. 

Vesen vesen.

 

 


Finnland

Það er allt gott að fretta fra Finnlandi. Buin að kaupa allt sem stoð til og rumlega það. FInnskukunnátta mín hefur að mestu dugað mer i buðunum. Eg kann ad heilsa (annað hvort hej eða moj) og segja takk (kiitos) sem er allt sem þarf. Annars er eg lika buin að læra hvernig maður segir svartur, bleikur, út, björn skóli og ég elska þig (það lærði ég af sjónvarpinu), fyrir kunni ég að telja upp að 3. Mjög hagnýt kunnátta þar á ferð.

 

Nanna tungumálaséni 


Vandræðagangur

Ég græt ógurlega inni í mér í dag. Evran er komin í 108 krónur sem gerir símakaup (sem og aðra eyðslu) í Finnlandi eftir helgi ekkert rosalega praktísk. Ég sótti líka um ótrúlega áhugavert sumarstarf og var boðuð í viðtal næsta þriðjudag, þá verð ég í Finnlandi að kaupa mér síma, eyða dýrum evrum og skoða litlu frænku. Síðast en ekki síst finn ég ekki bókina sem mig vantar svo ég geti skrifað stóra feita ritgerð.

 Síminn er samt ódýrari í Finnlandi en hér þrátt fyrir dýrar evrur, ég get vonandi fengið að mæta í þetta atvinnuviðtal eftir páska og þá fer ég líka og væli ógurlega í kennaranum um að ég finni engar heimildir fyrir ritgerðina. Þetta eru því bara tímabundin vandamál og svartsýni. 

 Nanna vandræðapési


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hógvær bæði og yndisleg

Höfundur

Nanna Guðmundsdóttir
Nanna Guðmundsdóttir
Litla systir, stóra frænka, dóttir, vinkona, þjóðfræðinemi, ofurskáti og metnaðarfullur en húðlatur bloggari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ng_hood_726
  • jólamynd
  • jólamynd
  • Hvernig rúsínur verða til
  • Hvernig rúsínur verða til

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband