Færsluflokkur: Bloggar
15.8.2008 | 09:19
Útilega og kvef
Fram undan er í fyrsta skipti í langan tíma fríhelgi. Ég er ekki að vinna, það er engin útilega nokkurskonar og ekkert ættarmót. Það er því komin tími á langþráða Ikea ferð og almennt chill.
Ég er strax byrjuð að vinna í því að gera mig mjög upptekna í vetur. Það lítur til dæmis út fyrir að nú þegar sé búið að skipuleggja allar helgar í september, allavega að hluta til.
Nanna upptekna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2008 | 00:32
Ágúst?
Þá er landsmótið búið. Það var bongóblíða allan tíman enda var mótið haldið á Akureyri. Þetta var pínu eins og þjóðhátíð: Páll Óskar, brenna (eða varðeldur), brekkusöngur og flugeldasýning. Ég efast samt um að eins margir verði í bleikum flíspeysum á þjóðhátíð.
Í dag var Bjarni svo jarðaður. Mjög falleg athöfn og mikið grátið en líka mikið hlegið.
Við tekur svo bara venjuleg vinna, bæði útilífsskóli og safnið, næstu 2 vikurnar og svo bara smá frí fram að skóla sem er mjög gott. Svo skelli ég mér á massívt skátanámskeið og svo er menningarnótt og svo byrjar skólinn og ég veit ekki hvað og hvað. Það er nóg að gera.
Þetta er svo lag dagsins.
Nanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2008 | 16:32
Kirkjuferðir og landsmót
Ég er búin að fara tvisvar í kirkju í síðustu viku. Það er álíka oft og allt síðasta ár. Í fyrra skiptið fór ég í minningarathöfn um hann Bjarna sem fór á þriðjudaginn. Á laugardeginum fór ég svo í brúðkaup sem var öllu skemmtilegra og minna grátið. Eftir landsmót fer ég svo í þriðja sinn í kirkju en þá verður hann Bjarni jarðaður.
Ég er semsagt að fara á landsmót (skáta) næsta þriðjudag. Ég byrja á því að fara með 50 börn í 5 tíma í rútu. Svo mun ég eyða 6 dögum í að segja þeim að fara í sokka, klæða sig vel, drekka mikið vatn og ganga vel um tjaldið sitt. Allt fyrir frekar daufum eyrum. En á síðasta landsmóti var bongó blíða allan tímann svo ég er bjartsýn á að geta workað tevufarið aðeins (don´t ask).
Sem fyrr er svo bara nóg að gera við að vera safnvörður (eða sýningargæslufulltrúi eins og stendur í ráðningarsamningnum) og skólastjóri útilífsskóla (handrukkari og landsmótsskipuleggjari þessa dagana). Ég verð nú að segja að ég er farin að hlakka til að byrja aftur í skólanum.
Nanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.7.2008 | 10:53
Frí helgi
Ég var í fríi þessa helgina í fyrsta skipti í langan tíma. Og að sjálfsögðu var hellirigning alla helgina. En það var allt í lagi því þá gat ég nýtt tímann í að þrífa og þvo þvott, hluti sem ég hef ekki gert soldið lengi. Ég gerði líka aðra tilraun með pönnukökupönnuna og er ekki frá því að mér fari fram.
Annars er ég búin að vera að brasa eitt og annað síðustu daga. Fór í ótrúlega skemmtilegt river rafting í Hvítá á mánudaginn. Pínu blautt og kalt en alveg þess virði. Í vinnunni er það svo bara handrukkun og tiltekt auk þess sem við hugsum mikið til Bjarna okkar.
Nanna handrukkari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2008 | 16:18
Túristar og börn
Ég er komin í smá frí frá börnum og móðursjúkum foreldrum (leikjanámskeiðinu) enda var það alveg orðið tímabært. Ég er búin að komast að mörgu áhugaverðu um börn á þessum 4 vikum. Td að hátt gras er skemmtilegasti hlutur í heimi, að þau halda að ég sé þrítug (halda reyndar líka að vinnuskólakrakkarnir séu á þeim aldri svo ég er ekki það sár) og að þau eru ótrúlega trúgjörn (þau trúa okkur alltaf þegar við segjumst ætla að labba upp í elliðaárdal (eða þegar við segjum þeim að Óli Björn sé leikarinn sem lék Harry Potter eða að það séu undirgöng undir Perluna, okkur finnst gaman að ljúga að börnum)).
Næstu 2 vikur er ég svo að fara að þrífa, pakka og leika handrukkara. Allt til að undirbúa lansmót skáta sem er í lok júlí. Þess á milli er ég svo að labba með túrista og nokkra íslendinga um Óðinn. Þar hef ég bætt nokkuð við enska orðaforðann minn. Í dag lærði ég td að bera fram orðið boatswain (ísl. bátsmaður). Svo lærir maður líka ýmislegt nýtt af túristinum. Einn ástrali fræddi mig td um það að ástralir borði mikið af hákarli... og hákarlar borði mikið af áströlum.
Framundan er svo rafting, brúðkaup og landsmót skáta. Nóg að gera.
Nanna sýningargæslufulltrúi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 22:06
Ættarmót
Um síðustu helgi skellti ég mér norður á ættarmót. Það var mjög gaman, mikið um undarlegan einkahúmor og gaman að sjá allt þetta fólk sem maður hefur ekki séð heillengi. Diljá litla fékk fullt af athygli og var alveg sama þó henni væri hent í fangið á ókunnugu fólki. Eftir tjll á Akureyri (þar sem ég svaf í þvottahúsi orlofsíbúðarinnar) var svo haldið heim á þriðjudegi. Ég fór krummaskuða rúnt með ma og pa sem var mjög fínt. Við komum svo við á Hólum í Hjaltadal og kíktum á stóra sandkassann hans Jakobs og gömlu flottu kirkjuna sem er þar. Svo keyrðum við um ísbjarnaslóðir og sáum fullt af hugsanlegum ísbjörnum (kindur, hvítir hestar, baggar).
Þetta var semsagt bara mjög fín 5 daga helgi.
Nanna ferðalangur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2008 | 08:17
Sumar og sól
Ég get strikað yfir nokkra hluti af óskalistanum mínum eftir yfirstaðið afmæli. Pönnukökupanna tékk, matreiðslubók Nönnu tékk, Wii tékk. Svo fékk ég líka maríubjöllu sem vex gras úr sem var ekki á óskalistanum en er samt mjög kúl. Núna á ég bara eftir að kaupa afmælisgjöf handa sjálfri mér, hver sem hún nú verður.
Afmælisdagurinn var annars mjög fínn. Nokkuð þægileg börn sem ég fór með að dorga og enginn datt í sjóinn (það er líka bannað). Mér tókst reyndar að missa lyklana mína í klósettið sem er ekki sniðugt. En þeir hafa sennilega aldrei verið hreinni þar sem ég lagði þá fyrst í ajax bað og sprittaði þá svo tvisvar.
Nanna afmælisbarn (fyrrverandi)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2008 | 16:31
Hann elskaði þilför hann Þórður....
Ég á afmæli eftir viku eins og einhverjir eflaust vita. Í tilefni dagsins ætla ég að fara með 15-20 börn niður á bryggju að dorga. Kannski ég baki líka köku og borði hana alein. Einhverjir vilja eflaust gefa mér afmælisgjöf enda eru þær vel þegnar. Ég hef reyndar mjög dýran smekk og langar bara í /vantar stóra, dýra hluti. Td. hjól, vöfflujárn, pönnukökupönnu, ryksugu, vind- og vatnsheldar buxur og jakka (vantar meira buxur en jakka), Nintendo Wii, Matreiðslubók Nönnu, grænmetisréttabók og brauðréttabók Hagkaupa, ilmvatn, skó (spari og striga), sumarjakka, rúmteppi, handklæði, salatskál, blandara, samlokugrill og örugglega eitthvað fleira. Það er mun einfaldara að gefa mér gjafir eftir að ég flutti að heiman, vantar ansi margt í eldhúsið, nema glös og könnur.
Annars hef ég brallað ansi margt síðan síðast. Ég kláraði prófin og er meira að segja búin að fá útúr tveim af þeim (8 og 8,5), ég vann slatta, keypti næstum því bíl og átti mjög góða júróvisjon helgi upp í sveit með Sylvíu.
Ég þakka þeim er hlýddu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2008 | 21:11
Vinnan göfgar manninn og slítur konunni
Það er ótrúlega ljúft eftir prófalesturinn að leggja frá sér bækurnar, fara út í sólina og taka sér pensil í hönd og mála eitt stykki varðskip. Ég málaði reyndar svona 0,001 prósent af varðskipi, enda eru varðskip soldið stór.
Í dag kveinka ég mér ógurlega þegar ég sest og er aum í mjög mörgum vöðvum, en það er bara gaman.
Nanna verkakona
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2008 | 15:02
Leiðindi
Ég er komin á þann stað í próflestrinum að ég er farin að búast við því að deyja úr leiðindum á hverri stundu. Það ku þó ekki vera hægt. Ég verð svo fegin þegar þetta verður búið, þó að ég fari að vinna strax daginn eftir.
Á sunnudaginn vaknaði ég snemma til að læra en horfði samt fyrst á barnaefnið í sjónvarpinu. Þar bara fyrir augu þessi snilld sem ég varð að sjálfsögðu að horfa á (þó ég nenni venjulega ekki að horfa á Latabæ). Svo var ég með þetta blessaða lag á heilanum það sem eftir lifði dags. Það sorglega er samt að þegar ég leitaði að þessu á youtube fann ég vídeó af fólki að syngja þetta lag, mjög slæmt.
Nanna letidýr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar