Nýtt upphaf

Ég ætti að vera að skrifa ritgerð og læra fyrir próf svo að sjálfsögðu fann ég mér eitthvað skemmtilegra að gera. Í þetta skiptið var það að gramsa í gömlum bloggum hjá vinum mínum og endaði svo á sjálfri mér. Ég komst að því að ég hef skrifað marga vitleysuna í gegnum tíðina og sumt hefði ég sennilega ekki talið viðeigandi að skrifa núna. Svona vitkast maður með aldrinum. Annað fannst mér þó ansi hreint hnyttið og skemmtilegt hjá mér.

Það hefur nokkrum sinnum gripið um sig gífurleg blogg þrá hjá mér síðustu daga svo ég ákvað að láta bara undan. Það getur bara verið alveg hreint ágætt að tjá sig um allt og ekkert og ég er satt að segja mun betri í að tjá mig skriflega en munnlega. Ég skrifa samt meira fyrir aðra en sjálfa mig og rembist alveg ógurlega við að vera sniðug, hvort sem það tekst svo eða ekki. Ég hef gert nokkrar tilraunir til að halda dagbók og á þær orðið ansi margar og yfirleitt bara skrifað á fyrstu 5 blaðsíðurnar. Ég hef það bara ekki í mér að skrifa um daglegt líf mitt en virðist þess í stað bara finna hjá mér löngun til að skrifa dagbækur þegar eitthvað er að angra mig eða þegar ég er skotin í einhverjum. Það er semsagt frekar áhugavert að lesa þessar gömlu bækur.

Í sumar greip mig svona dagbókarlöngun. Aðal ástæðan fyrir því var að ég áttaði mig á hvað líf mitt væri viðburðarríkt og skemmtiegt og að það væri nú gaman að eiga heimildir um það þegar maður væri orðinn gamall og kalkaður. Úr varð að aðgerð skorpulifur var skrásett nokkuð ítarlega og nokkrar gelgjulegar pælingar um lífið og tilveruna (og stráka). Svo nú á ég enn eina dagbókina með 5 skrifuðum blaðsíðum (eða svona 10) en núna er það ekki skapvonska og strákar haldur fyllerís sögur og strákar.

Ég lofa engum gífurlegum blogg afköstum. Á þó eftir að skrifa eina ritgerð í viðbót á þessari önn og fara í þrjú próf svo það gæti alveg komið upp smá einbeitingarskortur aftur. Svo er það náttúrulega ba eftir jól svo kannski gæti teygst á þessu.

Nanna sem kemur alltaf aftur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hógvær bæði og yndisleg

Höfundur

Nanna Guðmundsdóttir
Nanna Guðmundsdóttir
Litla systir, stóra frænka, dóttir, vinkona, þjóðfræðinemi, ofurskáti og metnaðarfullur en húðlatur bloggari.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ng_hood_726
  • jólamynd
  • jólamynd
  • Hvernig rúsínur verða til
  • Hvernig rúsínur verða til

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 631

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband