22.1.2009 | 17:15
Af hnetusmjöri og öðrum viðbóð
Þegar ég var að sleikja restarnar innan úr hnetusmjörskrukkunni fór ég að hugsa til þess tíma þegar mér fannst hnetusmjör viðbjóður sem væri bara hægt að éta ef maður hefði nógu mikla sultu með til að eyða bragðinu. Það hafði semsagt eitthvað gerst sem breytti þessari skoðunn minni til muna. Ég fór líka að hugsa til annars fyrrverandi viðbjóðar. Ég er til dæmis farin að geta drukkið kaffi án þess að gretta mig og það er ekki laust við að mér finnist það gott. Ennþá læt ég það þó vera að fylgja straumnum inn á kaffistofu í frímínútum í skólanum en það gæti breyst einn daginn. Ég lærði líka að borða túnfisk sem áður var í viðbjóðs flokknum, eftir að hafa búið til túnfisksalat klukkan 7 á morgnana heilt sumar.
Núna er bara spurning hvort bjór og paprika eigi eftir að hljóta náð fyrir bragðlaukum mínum í framtíðinni.
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er kjörið að æfa bjór-sullið á morgun :)
karen (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.