2009

Árið 2008 leið alveg skuggalega hratt, mér finnst allavegana mjög stutt síðan síðustu jól voru. Ég var að spá í að gera mánaðarskiptann annál en gerðist svo löt og ákvað að nenna því ekki. Það eru líka margir mánuðir sem voru voða viðburðarlitlir. En þetta er svona það helsta sem gerðist:

  • Ég flutti að heiman og er komin á stúdentagarðana
  • Ég eignaðist yndislega litla frænku og fór til Finnlands að skoða hana svona um það leiti sem krónan byrjaði að hrynja
  • Ég fór á ættarmót í Freyvangi og hitti fólk sem ég hafði ekki séð heillengi
  • Bjarni vinur minn dó
  • Ég fór á landsmót skáta
  • Ég fór til Danmerkur á skátaráðstefnu um það leiti sem krónan var að komast á botninn
  • Ég fór í Laufskálarétt, til Hólmavíkur og út í Gróttu með skemmtilegum þjóðfræðinemum

Ég gerði margt margt fleira en þetta stendur svona upp úr. Þetta var mjög mis skemmtilegt/leiðinlegt en í heildina var þetta ágætis ár.

Ég ætla ekkert að vera að giska á hvernig árið 2009 verður, það kemur bara í ljós. Það sem er þó á dagskránni er að klára þjóðfræðina og byrja í fjölmiðlafræði og byrja á ba ritgerðinni minni. Ég er líka ákveðin í því að gera eitthvað skemmtilegt í sumar, hvort sem það verður skemmtileg vinna eða ferðalög. Mér finnst það gott plan á tímum atvinnuleysis og gjaldeyrishafta.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislega litla frænka biður að heilsa!

Diljá (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hógvær bæði og yndisleg

Höfundur

Nanna Guðmundsdóttir
Nanna Guðmundsdóttir
Litla systir, stóra frænka, dóttir, vinkona, þjóðfræðinemi, ofurskáti og metnaðarfullur en húðlatur bloggari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ng_hood_726
  • jólamynd
  • jólamynd
  • Hvernig rúsínur verða til
  • Hvernig rúsínur verða til

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband