10.12.2007 | 23:07
Endurvakning og samfella
Það er hálf glatað að vera að læra fyrir próf þegar enginn þarna úti nennir að blogga og maður er nýbúin að komast að því að bubbles sé ekki skemmtilegur leikur (af því ég tapa alltaf..). Þá er bara ekkert annað að gera en að læra. Ég er ekki ennþá komin á það stig í próflestrinum að fara að taka skápa í gegn og þrífa glugga. Ég ætla meira að segja að reyna að sleppa því stigi þó að herbergið mitt hefði gott af smá tiltektarbrjálæði.
Ég verð semsagt mjög fegin þegar þessi próf (öll 2) eru búin. Þá tekur við jólafrí sem nær kjánalega langt fram í janúar. Jólafrí frá 18. des til 14. jan er bara ekki praktískt upp á vinnu. Ég er ekki alveg búin að ákveða hvort ég eigi að reyna að finna mér einhverja smá vinnu í þessu fríi. Ég nenni því varla en vinnualkanum og aurapúkanum í mér finnst agalegt að sitja heima og bora í nefið í 3 vikur. Þetta er aðallega spurning um hvar ég vil vinna. Í seinni tíð er ég líka orðin svo góðu vön. Þarf ekkert að hafa fyrir því að sækja um vinnu það er bara hringt í mig og mér boðin vinna. Verð kannski bara að bíða eftir að það gerist....
Nanna, latur vinnualki
Ps. Endurvakning og samfella eru hugtök í þjóðfræði, ekki nærfatnaður
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
afsakar bloggletina hérna megin, lofa að blogga á næstu dögum svo þú hafir eitthvað betra að gera en að læra :p
Sylvía (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 20:11
Eru "endurvakning" titrandi nærbuxur? bara spyr!!
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 20:48
Hæ massa blogg, og já segji að við skellum okkur í kjötið og borðum hreindýra-paté í hvert einasta mál og vinnum 10 - 14 tíma á dag í kulda sem fær ísbirni til að klæðast vettlingum
Jóhanna Þorleifs (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 00:50
Sylvía: Það er eins gott fyrir þig. Ert ekki að standa þig.
Júlli: Góð tillaga, en því miður ekki svo skemmtilegt hugtak.
Jóhanna: Já, hvernig væri það. Maður er nú ekki búinn að prufa nýja húsið.
Nanna Guðmundsdóttir, 12.12.2007 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.