6.12.2008 | 15:22
Hrakfarir
Sigrún vinkona átti afmæli 1. des. Í tilefni af því ákváðum við Guðrún að kíkja í kaffi til hennar. Við stukkum því upp í súkkuna og héldum af stað sem leið lág upp í Grafarvog. Í ártúnsbrekkunni fór bílinn hinsvegar að vera með læti og í mælaborðið kom ljós sem sagði mér að skoða vélina. Ég fór út í kannt og hringdi í Jakob sem sagði mér að tékka á olíunni. Við Guðrún opnuðum húddið (sem var bara heppni að ég kunni) og fórum að leita að olíunni. Eftir smá leit urðum við að játa okkur sigraðar, okkur til mikillar skammar og ég var að fara að hringja aftur í Jakob þegar indæll maður sá aumur á okkur og stoppaði og bauðst til að hjálpa. Ég tek það fram að eini maðurinn sem var til í að hjálpa bjargarlausum ungum stúlkum (ég var meira að segja í pilsi til að toppa allt) í skítakulda var útlendingur, hvað segir það um Íslendinga. Hann tilkynnti okkur það að engin olía væri á bílnum og skutlaði mér til að kaupa olíu sem gerði svo ekkert gagn, bílinn fór ekki í gang. Við urðum því bara að skilja bílinn eftir og redda okkur fari til Sigrúnar.
Þegar Jakob var svo búin að fá vin sinn til að hjálpa sér að draga bílinn heim var löggan búin að láta draga hann í burtu svona til að toppa vesenið. Jakob var farinn að kanna hvar hann gæti selt skrjóðinn í brotajárn og við vorum búin að læra hvernig ætti að taka strætó út í búð þegar það kom í ljós að súkkan hafði ekki brætt úr sér eins og við héldum heldur er einhver skynjari eitthvað bilaður. En hún lifir semsagt, allavegana í bili.
Nanna, næstum því bílamorðingi
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oh maan og ég sem hélt ég væri komin með strætó buddí! Hvað segiru bæta mér það upp með hitting m.ö.o. þú, kobbi, gilli, villimey, gunnar, ég og nökkvi jólakökur og spil
Jóhanna (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 00:24
Hehe. Ég er til í það.
Nanna (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 13:41
hey, með kaffihúsahittinginn, hvað er verið að gera á þorláksmessu? :) Eða þá laugardaginn 27 des, bæði mjög góðir dagar :)
Sylvía (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:32
Hvorugur dagurinn er planaður.
Nanna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.