Óskalisti

Ég lifði það af að skila 2 ritgerðum, fara í próf og flytja fyrirlestur allt á 2 dögum. Núna tekur bara við próflestur fyrir eitt próf í viðbót og skrif á þriðju ritgerðinni. Það er samt ekki í neinu stressi.

 En svona afþví að ég ætti að vera að læra núna en nenni því ekki og ég veit að þarna úti er fullt af fólki sem langar ekkert frekar en að gefa mér jólagjöf ákvað ég að skella saman smá óskalista. Listin er alveg nokkurnveginn í takt við kreppuna, enda hef ég frekar ódýran smekk.

 

Eldhús áhöld:

Mortel 

Vöfflujárn

Handþeytara

Hraðsuðuketil

Pottaleppar

Allskonar minni áhöld, skal bara telja upp það sem ég á, það er fljótlegra (kökukefli, steikarspaða, sleif, mæliskeiðar, hnífar) við eigum alveg fleiri áhöld en þau eru öll drasl úr IKEA

 

Afþreyingar efni:

Silfursafnið með Páli Óskari

Allt fyrir ástina með Páli Óskari

Diskinn með 200.000 Naglbítum og Lúðrasveit Verkalýðsins  

Sería 4 og uppúr af Bráðavaktinni (ER)

Grænmetisréttabók Hagkaups

Meistari ævintýrsins (Ævisaga Björgvins Magnússonar)

Sú þrá að þekkja og nema (Bókin um Jónas frá Hrafnagili) 

Þjóðsögur við þjóðveginn

Saga daganna

Merkisdagar á mannsævinni

Íslenskar kynjaskepnur 

 Jóladiskar, ekki jólapopp samt, eitthvað nær bing cosby og Hauki Mortens

 

Annað: 

Fallegt jólaskraut 

Eyrnalokkar

Húfa, vettlingar, trefill

Hlýtt sjal

Sokkar, venjulega eða ullar

Húðkrem (e. body lotion)

Stór, vatnsheld (að mestu allavegana) taska/veski, helst sem rúmar A4 stílabók 

 

Það ætti semsagt að vera frekar auðvelt að kaupa jólagjöf handa mér í ár.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður listi.

 Hefði bara mátt koma fyrr..

Vignir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 20:22

2 identicon

Hehe, ég geri bara ekki ráð fyrir að fólk sé skipulagt. En maður verður að sjálfsögðu ánægður með allar munaðarvörur í kreppunni.

Nanna (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 13:42

3 identicon

Eins og til dæmis kaffi og nælonsokka?

Vignir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:00

4 identicon

Já, það er mjög gagnlegt. Og útlenskt nammi er líka vinsælt.

Nanna (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 15:09

5 Smámynd: Ingveldur Theodórsdóttir

hehe ... sé að það eru fleiri bráðavaktar nördar í familíunni... ég á seríu 1-12 ;)

Ingveldur Theodórsdóttir, 5.12.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hógvær bæði og yndisleg

Höfundur

Nanna Guðmundsdóttir
Nanna Guðmundsdóttir
Litla systir, stóra frænka, dóttir, vinkona, þjóðfræðinemi, ofurskáti og metnaðarfullur en húðlatur bloggari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ng_hood_726
  • jólamynd
  • jólamynd
  • Hvernig rúsínur verða til
  • Hvernig rúsínur verða til

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband