Réttast væri að senda þær rakleytt til Hólmavíkur

Þá er kominn föstudagur, enn og aftur, þessi tími líður alveg svakalega hratt. Eftir 2 vikur þarf ég að vera búin með 2 ritgerðir, búin að klára safnaskýrslu og kynna hana, taka 2 viðtöl og skrifa þau upp og eitthvað fleira. En einhvern veginn nær maður nú alltaf að klára þetta allt. Ég er meira að segja svo róleg yfir þessu að í dag er ég búin að baka bæði bollur og bananabrauð og ætla að skella mér til Hólmavíkur á morgun.

Á Hólmavík er ég að fara á svakalega gáfulegt húmorsþing sem þjóðfræðistofa heldur. Þar verða haldnir fyrirlestrar eins og "er húmörinn eins og blóðmörinn, bestur súr", "smælað framan í smælingjana" og fullt í viðbót. Síðan ég ákvað að skella mér hefur ómað í hausnum á mér brot úr sketch sem spaugstofan gerði fyrir löngu síðan um hagyrðinga sem voru að gera grín að embættismanni sem var sendur til Hólmavíkur sem refsing fyrir einhver afglöp í starfi. Ég man ekki fyrripartinn á vísunni bara orðið sem rímar við Hólmavíkur og seinnipartinn. 

 Bla bla bla bla bla bla bla

bla feministapíkur. 

Réttast væri að senda þær

rakleytt til Hólmavíkur 

 

Það er gaman að þessu.

 

Nanna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hógvær bæði og yndisleg

Höfundur

Nanna Guðmundsdóttir
Nanna Guðmundsdóttir
Litla systir, stóra frænka, dóttir, vinkona, þjóðfræðinemi, ofurskáti og metnaðarfullur en húðlatur bloggari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ng_hood_726
  • jólamynd
  • jólamynd
  • Hvernig rúsínur verða til
  • Hvernig rúsínur verða til

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband