Læra læra læra

Þá er fyrsta fríhelgin mín síðan skólinn byrjaði runnin upp. Það sem gerir hana merkilegri er að þetta átti ekkert að vera fríhelgi, ég ætti núna að vera að ganga leggjabrjót með tjald, dýnu, svefnpoka og mat á bakinu en við beiluðum og ég er bara nokkuð sátt við það. Í staðin ætla ég að læra slatta, ganga frá þvotti og taka til. Allt þetta hefur setið svolítið á hakanum hingað til.

 Ég skellti mér á Októberfest bingóið svona til að lyfta mér upp í kreppunni. Vinningarnir voru frekar kreppulegir, áritaðar myndir af kennurum skólans, frítt útprent á staðfestingu á skólavist og fleira í þeim dúr. Ég, sem var bitur yfir að vinna aldrei neitt í bingó frá fyrstu tölu, fékk hinsvegar ágætis vinning fyrir mitt bingó - árskort í háskólaþrekið. Svo nú hef ég enga afsökun lengur til að skella mér ekki í þrek. 

 Og smá pirringur svona í lok færslu. Í gær ætlaði ég að skella mér í kringluna að eyða peningum. Þar sem yndislegi litli bíllinn minn fékk kvef í snjónum um daginn ætlaði ég á fína bílnum hans Jakobs (ef að strætó væru ekki með vesen ætti ég frítt strætókort og hefði þá sennilega tekið strætó). En nei, einn af hinum eigingjörnu óþolandi íbúum stúdentagarðana (þeir eru sko mjög margir) hafði ákveðið að leggja fáránlega kolólöglega sem þýddi að það var frekar erfitt fyrir mig að komast út úr bílastæðinu mínu. Ég hefði getað það á litlu sætu lipru toyotunni minni en ég lagði ekki alveg í það á stirða bílnum hans Jakobs svo ég gerðist kerling og lét hann bakka út úr stæðinu. Bæði af því ég treysti mér ekki til þess á stirðbusalegum bíl sem ég hef voða lítið keyrt og af því ég treysti mér ekki til að verða ekki pirruð og bakka bara vísvitandi beint á helvxx fíflið. En ég komst í Kringluna og gat eytt fullt af pening sæl og glöð. 

 

Kv. Nanna geðvonda 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hey, þú verður nú líka að segja í hvað þú eyddir peningunum :):)

Sylvia Ósk Rodriques (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 11:06

2 identicon

Ég keypti mér úlpu og skó og bol.

Nanna (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hógvær bæði og yndisleg

Höfundur

Nanna Guðmundsdóttir
Nanna Guðmundsdóttir
Litla systir, stóra frænka, dóttir, vinkona, þjóðfræðinemi, ofurskáti og metnaðarfullur en húðlatur bloggari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ng_hood_726
  • jólamynd
  • jólamynd
  • Hvernig rúsínur verða til
  • Hvernig rúsínur verða til

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband