Kreppumatur

Í kvöld borðuðum við skötuhjúin mat sem er einstaklega ódýr og þar af leiðandi kreppuvænn. Uppskriftin er svona

Pasta soðið eftir leiðbeiningum á pakka.

Vatninu hellt af pastanu og því skipt jafnt í tvær skálar.

Svo setur maður matarolíu og krydd eftir smekk út á pastað.

Til að gera þetta matarmeira má bæta við skinku, pepperoni eða túnfisk.

Túnfisk útgáfan varð fyrir valinu í dag. Heildarkostanaður þessa kvöldverðar hefur sennilega verið innan við 200 krónur. Ef við hefðum fengið okkur grænmeti með hefðum við náð að borða úr öllum flokkunum. Þetta er semsagt hollt líka.

Nanna níska 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Þessi réttur er kannski aðeins of kreppulegur eins og þú lýsir honum!!!

Hmmmm má ég koma með tillögu?

Skerðu hvítlauk, steiktu hann, bættu söxuðum tómötum í dós út í. Bættu smá tabasco, pasta kryddi og í lokin túnfisk! Ef þú vilt fá lúxus version af þessu bættu þá Capers útí!!

Bon Appetit!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 19:23

2 identicon

ugggh, ég er nú að borða mjög tilbreytingarlítinn og leiðilegan mat en maginn í mér tók alveg hring við þessa uppskrift  túnfiskur á pasta?

 en ef þú myndir nú bara kaupa eina dollu af matreiðslurjóma og svo einn ost (svona paprikuost eða mexíkóost) og bræða niður og seta svo pastað í það, þá hækkar reyndar heildarverðið um svona 300-400 kall EN þetta er jafngott heitt og kalt, og enn betra daginn eftir ;);)  getur llíka sett smá olíu á pönnu, skinkuna þar á og svo rjómann og ostinn þar og lætur bara malla :)

ég er sælkeri af guðs náð :)

Sylvia Ósk Rodriques (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:13

3 identicon

Sko, ég elda alveg báða þessa rétti sem þið eruð að tala um. Stundum er bara ekkert til í kotinu og maður nennir ekki út í búð og þá er þetta fínt.

Nanna (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hógvær bæði og yndisleg

Höfundur

Nanna Guðmundsdóttir
Nanna Guðmundsdóttir
Litla systir, stóra frænka, dóttir, vinkona, þjóðfræðinemi, ofurskáti og metnaðarfullur en húðlatur bloggari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ng_hood_726
  • jólamynd
  • jólamynd
  • Hvernig rúsínur verða til
  • Hvernig rúsínur verða til

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband