24.9.2008 | 11:10
Ung i norden
Síðasta fimmtudag vaknaði ég eldsnemma, skellti mér í skátaskyrtuna og brunaði út á flugvöll. Þar hittumst við 10 sem vorum á leiðinni til danmerkur með fulla tösku af kynningarbæklingum frá Bláa lóninu, gitarlele og kjólföt (reyndar bara strákarnir). Eftir mjög rólega flugferð komum við til Köben þar sem við fundum alveg hjálparlaust lest sem fór á aðal lestarstöðina í miðbænum. Þar komum við töskunum okkar í geymslu og héldum niðrá Strikið með kreditkortið að vopni.
Eftir stutta en góða verslunarferð tók alvaran við og við fórum á Hólmin, skátamiðstöð nánst við hliðina á Kristjaníu. Þar komumst við að því að öll ráðstefnan mundi fara fram á dönsku. Við og finnarnir vorum ákaflega ánægð með þessar fréttir. En þegar til kom skildum við alveg slatta, það fór bara eftir því hver talaði og hversu hratt. Við komumst líka að því að dönum finnst ekkert tiltökumál þó kokkurinn á staðnum fari ekki í sturtu og skipti ekki um föt yfir langa helgi, fara snemma að sofa og eru ónýtir ef þeir fá bara 7 tíma svefn, taka þemapartýin sín mjög alvarlega (það var ástæðan fyrir kjólfötunum) og kalla beikon og lauk kvöldmat.
Ég gæti gert þetta mun lengra en ég ætla bara að koma restinni frá mér í stykkorðum.
- Fór í göngutúr um Kristjaníu þar sem við fengum okkur köku (ekki brownie samt)
- Var rekin frá Amalie borg af lífverði hennar hátignar (það má víst ekki sitja á torginu)
- Fór í Tivoli á síðasta opnunardegi en þorði bara í eitt tæki (enda var subbulega löng röð í þau öll)
- Fór að drekka kaffi þar sem það var það eina sem var í boði með morgunmatnum (var reyndar te líka en það var klórbragð af því)
- Það er ógeðslega mikið af dúfum í Köben (brrr)
Daginn áður en ég fór var ég svo heppin að það var keyrt aftan á mig á ljósum. Það sá ekkert á bílnum en ég ákvað að skella mér upp á slysó þar sem mér var tilkynnt að ég væri tognuð í baki. Ég get hinsvegar mælt með því að sofa í tjaldi, gera mennskan pýramída, bera þunga tösku (sem læknirinn sagði reyndar að ég mætti ekki) og fara í leik sem gengur út á að detta því ég fann ekkert fyrir bakinu eftir það.
Nanna ferðalangur
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já veistu, danir eru mjög sérstakur kynstofn og hafa mjög skrýtnar matarvenjur.
En ég bráðnaði alveg þegar ég fékk afmæliskortið og þú ert alltaf velkomin í heimsókn:)
Gunnfríður (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 14:12
gaman að sjá að þú sért komin heil heim frá þessu öllu og hafi vonandi sskemmt þér aðeins.... og gott að ráð frá systur minni hafi hjálpað ykkur eitthvað:D
en danir eru sérstakur kynstofn því verður ekki neitað:)
Sigrún maría (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:03
hey get ekki kommentað á færslunni fyrir neðan:/
en helduru ekki að það sé skemmtilegt að læra um amínósýrur, peptíð tengi og benzoyl..... ætlaði bara að deila þessu með þér sæta:)
Sigrún María (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.