1.8.2008 | 00:32
Ágúst?
Þá er landsmótið búið. Það var bongóblíða allan tíman enda var mótið haldið á Akureyri. Þetta var pínu eins og þjóðhátíð: Páll Óskar, brenna (eða varðeldur), brekkusöngur og flugeldasýning. Ég efast samt um að eins margir verði í bleikum flíspeysum á þjóðhátíð.
Í dag var Bjarni svo jarðaður. Mjög falleg athöfn og mikið grátið en líka mikið hlegið.
Við tekur svo bara venjuleg vinna, bæði útilífsskóli og safnið, næstu 2 vikurnar og svo bara smá frí fram að skóla sem er mjög gott. Svo skelli ég mér á massívt skátanámskeið og svo er menningarnótt og svo byrjar skólinn og ég veit ekki hvað og hvað. Það er nóg að gera.
Þetta er svo lag dagsins.
Nanna
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.