20.7.2008 | 16:32
Kirkjuferðir og landsmót
Ég er búin að fara tvisvar í kirkju í síðustu viku. Það er álíka oft og allt síðasta ár. Í fyrra skiptið fór ég í minningarathöfn um hann Bjarna sem fór á þriðjudaginn. Á laugardeginum fór ég svo í brúðkaup sem var öllu skemmtilegra og minna grátið. Eftir landsmót fer ég svo í þriðja sinn í kirkju en þá verður hann Bjarni jarðaður.
Ég er semsagt að fara á landsmót (skáta) næsta þriðjudag. Ég byrja á því að fara með 50 börn í 5 tíma í rútu. Svo mun ég eyða 6 dögum í að segja þeim að fara í sokka, klæða sig vel, drekka mikið vatn og ganga vel um tjaldið sitt. Allt fyrir frekar daufum eyrum. En á síðasta landsmóti var bongó blíða allan tímann svo ég er bjartsýn á að geta workað tevufarið aðeins (don´t ask).
Sem fyrr er svo bara nóg að gera við að vera safnvörður (eða sýningargæslufulltrúi eins og stendur í ráðningarsamningnum) og skólastjóri útilífsskóla (handrukkari og landsmótsskipuleggjari þessa dagana). Ég verð nú að segja að ég er farin að hlakka til að byrja aftur í skólanum.
Nanna
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég samhryggist með Bjarna.
En ég öfunda þig rosalega að vera að fara á landsmótið, það var svo gaman í fyrsta og eina skiptið sem ég hef farið..
Gunnfríður Ólafsdóttir, 20.7.2008 kl. 16:58
ég hlakka bara til að fá að hitta þig einhvern tíman á næstunni! Mamma var að taka til í einhverjum skápum í gær og fann þá myndirnar sem að ég, þú og Gunnfríður tókum af okkur í svona sjálfsala í kringlunni :) good times :)
Sylvía (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 21:37
Oh my gad, ég vil sko endilega sjá hana:P
Gunnfríður Ólafsdóttir, 21.7.2008 kl. 18:33
já segðu, ég skal bara skanna þessar myndir inn í tölvuna við fyrsta tækifæri og setja á mæspeisið :) Við erum allar rosalega breyttar :)
Sylvía (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.