26.6.2008 | 22:06
Ættarmót
Um síðustu helgi skellti ég mér norður á ættarmót. Það var mjög gaman, mikið um undarlegan einkahúmor og gaman að sjá allt þetta fólk sem maður hefur ekki séð heillengi. Diljá litla fékk fullt af athygli og var alveg sama þó henni væri hent í fangið á ókunnugu fólki. Eftir tjll á Akureyri (þar sem ég svaf í þvottahúsi orlofsíbúðarinnar) var svo haldið heim á þriðjudegi. Ég fór krummaskuða rúnt með ma og pa sem var mjög fínt. Við komum svo við á Hólum í Hjaltadal og kíktum á stóra sandkassann hans Jakobs og gömlu flottu kirkjuna sem er þar. Svo keyrðum við um ísbjarnaslóðir og sáum fullt af hugsanlegum ísbjörnum (kindur, hvítir hestar, baggar).
Þetta var semsagt bara mjög fín 5 daga helgi.
Nanna ferðalangur
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl frænka og takk fyrir síðast
Ég skoða mikið blogg af blogggáttinni en var aldrei búin að kveikja á því að þetta væri frænka mín hérna, ég ruglaði þér alltaf saman við hina Nönnuna þar (matargúrúinn) og kveikti ekki á perunni að ég væri að sjá sitthvort eftirnafnið.
Uppgötvaði bloggið þitt fyrst þegar ég var að gúggla ykkur ættingjana til að hrekkja ykkur
En já, þetta var fínt ættarmót þó að maður missti af einhverjum "hápunktum" vegna eigin rólegheita, eins og sundferð og því hvað húsvörðurinn var eiturhress :)
Kveðja, Stína ósvífna-hrekkjalóms-frænka
Kristín Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.