5.4.2008 | 19:17
Verslunarferðir
Ég versla í Krónunni og líkar bara vel. Þar fæ ég allt sem mig vantar fyrir utan heilhveiti, sem mér finnst mjög undarlegt. Þessa dagana vinnur Jakob hinsvegar ötullega að því að prufa allar uppskriftirnar í Nigellu uppskriftabókinni sem ég fékk í jólagjöf og þá dugar Krónan ekki alltaf. Núna ætlar hann að prufa að gera tiramisu. Það fæst allt í það í Krónunni nema mascarpone ostur og lady fingers, sem er það sem tiramisu gengur út á. Við fórum því bara í Nóatún og þar fékkst þetta tvennt (og skuggalega dýrt heilhveiti).
Svo komumst við að því að við höfðum ekki keypt nógan mascarpone ost svo ég fór aftur á stúfana. Ég ákvað að prufa að fara í Bónus búðina sem er beint á móti Krónunni. Þeir áttu að sjálfsögðu ekki mascarpone (eins og ég bjóst reyndar við) en þeir áttu ódýrt heilhveiti. Bónus búðin er hinsvegar svona þrisvar sinnum minni en Krónan, miklu þrengri og með minna úrval. Ég hugsa að ég kaupi mitt heilhveiti næst bara í nóatúni. Ásamt mascarpone osti og sveppum í lausu (sem fást heldur ekki í Krónunni).
Þegar ég verð stór ætla ég að búa nálagt Nettó. Nettó er best.
Nanna neytandi
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.