Stjörnuspá

Stjörnuspáin mín hefur miklar áhyggjur af mér þessa dagana. 6. mars sagði hún: Þú þráir breytingar og finnur að það er kominn leiði í þig. Íhugaðu hvað þú vilt helst gera og taktu stefnuna á það. 7. mars sagði hún: Þú þarft að lyfta þér upp eftir mikla vinnutörn og þú veist að þú átt það skilið. 8. mars sagði hún svo: Hvað sem þarf til að létta þér lund skaltu gera það. Þú þarft smá gleði í líf þitt.  Ég hlýði að sjálfsögðu stjörnuspánni og skellti mér í bíó með Jóhönnu á laugardaginn. Svo fórum við í mjög ómenningarlegan leiðangur nður í bæ. Við fundum engan stað sem okkur langaði að setjast niður á svo við enduðum á Red chili. Það var pínu spes en mjög gaman. 

 En talandi um bíó. Afhverju fer fólk með börn á íslenskar myndir. Við fórum á Brúðguman og það var fullt af börnum í bíó, þar af nokkur örugglega ekki eldri en 7 ára. Er fólk ekki búið að fatta að íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru örgustu perrar. Þeir grípa hvert tækifæri til að láta Hilmi Snæ hlaupa um nakinn. Kaninn mundi örugglega setja bannað innan 18 miða á allar íslenskar myndir... en þeir eru líka pínu fanatískir. 

 

Nanna menningarviti 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hógvær bæði og yndisleg

Höfundur

Nanna Guðmundsdóttir
Nanna Guðmundsdóttir
Litla systir, stóra frænka, dóttir, vinkona, þjóðfræðinemi, ofurskáti og metnaðarfullur en húðlatur bloggari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ng_hood_726
  • jólamynd
  • jólamynd
  • Hvernig rúsínur verða til
  • Hvernig rúsínur verða til

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband