28.2.2008 | 18:07
Hrærigrautur
Það er frí í skólanum í þessari viku. Fríið er ýmist kallað lesvika eða verkefnavika sem gefur smá vísbendingu um til hvers það er hugsað. Ég er ekki alveg að standa mig nógu vel í þeim efnunum. Er reyndar hálfnuð með verkefnið um ótrúlega leiðinlegu ævisöguna sem ég valdi mér og búin að lesa svolítið í skrítnu kjörbókinni sem ég þarf að gera fyrirlestur úr, hún heitir Making Sex og er ekki eins skemmtileg og nafnið gæti gefið til kynna.
Ég fór í útilegu um helgina og komst að því að ég á framtíðina fyrir mér í pókerspilun og pylsusölu.
Og að lokum eignuðust Vignir og Sanna litla stelpu þann 26. febrúar. Flestir voru á því að þetta yrði stór og dökkhærður strákur en sá spádómur klikkaði aðeins. Sú litla er þó stór og dökkhærð og ákafleg sæt eins og hún á kyn til.
Nanna föðursystir
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með litlu frænkuna
Gunnfríður Ólafsdóttir, 29.2.2008 kl. 11:38
já til hamingju með litlu skvísuna :) og hvað bókina varðar þá finnst mér að það ætti að vera skilirði að vera innihaldsrík og spennó með þennan titil amk!
Jóhanna (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 12:59
aedisega til hamingju med litlu fraenku:) vonandi geturu sett myndir ad skvisunni...
en herna styttist i faedingu litla bach.. eftir rumar 2 vikur verdur komin i heiminn annad hvort Kalle eda Eva-Lotte Bach:)
Sigrun Maria (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.