22.2.2008 | 15:53
Gústi
Ég er í áfanga sem heitir efnismenning. Liður í honum er að sýna og segja frá (e. show and tell) eins og flestir ættu að kannast við úr amerískum bíómyndum. Samnemendur mínir hafa komið með margvíslega hluti, kaffibolla (í fleirtölu), myndavél, tösku, tölubox, þjóðbúningadúkku, ermahnappa og fleira. Ein kom með dúkkuna sem hafði verið mest í uppáhaldi hjá henni þegar hún var lítil. Hún sefur ennþá með dúkkuna uppí hjá sér, leyfir engum að snerta hana og tók hana með sér á heimavistina og svo heim í fríum þegar hún var í menntaskóla.
Þetta fékk mig til að hugsa um uppáhalds dúkkuna mína, hann Gústa. Ég svaf aldrei með hann upp í hjá mér (fyrir utan nokkra daga tímabil þegar ég svaf með allar dúkkurnar mínar uppí hjá mér svo ég gæti bjargað þeim þegar það mundi kvikna í), aðrir máttu alveg og mega ennþá leika sér með hann og það er mjög langt síðan ég hætti að taka hann með hvert sem ég fór. Ég er meira að segja svo harðbrjósta að ég var ekki alveg viss um hvar hann væri niðurkominn. Ég var þó nokkuð viss um að hann sæti á dótakassa heima í góðu yfirlæti með hinum dúkkunum og pældi ekki meira í því. Um daginn átti ég svo erindi niðrí geymslu og rak þar augun í grey Gústa ofan í kassa. Ég er greinilega ekki metnaðarfullur dúkkueigandi. Ég er meira að segja svo vond að hann er þar ennþá.
Nanna dúkkuböðull
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haha, sama hér.. Hún Ólína mín er sko örugglega einhverstaðar á floti niðrí kjallara hjá ma&pa..
Gunnfríður (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 16:43
hehe, ég átti nú þónokkrar svona dúkkur, mamma á enn fyrstu dúkkuna mína og svo var önnur í uppáhaldi sem ég skýrði Jóhanna þangað til að uppgvötaðist að "Jóhanna" var í rauninni Jóhannes... :S Ég var sko ekkert sátt við það!
Sylvía (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 20:06
dúkkur smúkkur ég vil bangsa, á að vísu tvær dúkkur sem voru vinsælar í barnæskunni en hann Gulli minn (gula kanínan) kemur með hvert sem er og ég sver að ég fæ tilfelli þegar einhver er vondur við hann.Um daginn var hann tekinn upp á hausnum og tosað í eyrun á honum, 5 sekúndum síðar henti ég bróðir hans Nökkva út úr herberginu fyrir ódæðið
Jóhanna Þ (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 20:14
eg atti fullt af dukkum og thotti mjög vaent um taer en..... tessi stelpa sem tu ert ad tala um tad augljoslega a einhverri salfraedi adstod ad halda ef hun sefur ennta med dukkuna sina uppi rumi komin (örugglega) a thritugsaldurinn!!
Sigrun Maria (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.