12.2.2008 | 14:53
Lasarus
Vegna veðurs var útilegu helgarinnar frestað (og þegar ég tala um útilegu að vetri til meina ég þar sem gist er í skála). Í staðinn nýtti ég tækifærið til að vera heima að læra og snýta mér (áðurnefnd lesning nýttist ágætlega þar). Í gær fór ég í skóla og vinnu þar sem mér var vinsamlegast bent á að ég væri veik og ætti að vera heima hjá mér. Mér fannst ég nú ekkert veik, bara mjög kvefuð, sem er allt annar hlutur. Í dag er ég hinsvegar ennþá slatta kvefuð, er með hausverk og er óglatt. Ég hafi það af í skólann en ákvað að vera heima að snýta mér, hósta og hugsa um hvort ég þurfi að æla (ég hef ekki fengið ælupest í allavegana 10 ár svo ég efast um að ég sé að fara að taka upp á svoleiðis óskunda á gamals aldri) frekar en að fara í vinnuna. Kannski ég prufi húsráðið hennar Guðrúnar sem er að borða tvö hvítlauksrif á dag. Hún er mikill sérfræðingur í kvefi svo hún ætti að vita hvað hún er að tala um.
Nanna kvefpest
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fékk akkúrat ælupest í fyrsta skipti í langan tíma um seinustu páska, það var alveg jafn ógeðslegt og mig minnti! borða aldrei aftur pulsupasta.... :S
Og maður fer ekki í útilegu að vetri til, maður heimsækir konuna sína! :p
Sylvía (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 19:46
hehe gaman i vonda vedrinu? var ad koma inn... eg var i solbadi adan og er komin med sma lit
vard adeins ad monta mig herna... en lattu ter batna, taktu nog af lysi og solhatti, virkar alltaf fyrir mig
Sigrun Maria (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 14:45
Já veistu mér til mikillar furðu þá getur maður víst fengið ælupest þegar maður er orðinn gamall! Búin að vera með eina síðasta mánuðinn en bara á morgnana hahaha *djók*
kv. Spaugfuglinn ;P
Jóhanna (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.