12.2.2008 | 14:53
Lasarus
Vegna veðurs var útilegu helgarinnar frestað (og þegar ég tala um útilegu að vetri til meina ég þar sem gist er í skála). Í staðinn nýtti ég tækifærið til að vera heima að læra og snýta mér (áðurnefnd lesning nýttist ágætlega þar). Í gær fór ég í skóla og vinnu þar sem mér var vinsamlegast bent á að ég væri veik og ætti að vera heima hjá mér. Mér fannst ég nú ekkert veik, bara mjög kvefuð, sem er allt annar hlutur. Í dag er ég hinsvegar ennþá slatta kvefuð, er með hausverk og er óglatt. Ég hafi það af í skólann en ákvað að vera heima að snýta mér, hósta og hugsa um hvort ég þurfi að æla (ég hef ekki fengið ælupest í allavegana 10 ár svo ég efast um að ég sé að fara að taka upp á svoleiðis óskunda á gamals aldri) frekar en að fara í vinnuna. Kannski ég prufi húsráðið hennar Guðrúnar sem er að borða tvö hvítlauksrif á dag. Hún er mikill sérfræðingur í kvefi svo hún ætti að vita hvað hún er að tala um.
Nanna kvefpest
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fékk akkúrat ælupest í fyrsta skipti í langan tíma um seinustu páska, það var alveg jafn ógeðslegt og mig minnti! borða aldrei aftur pulsupasta.... :S
Og maður fer ekki í útilegu að vetri til, maður heimsækir konuna sína! :p
Sylvía (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 19:46
hehe gaman i vonda vedrinu? var ad koma inn... eg var i solbadi adan og er komin med sma litvard adeins ad monta mig herna... en lattu ter batna, taktu nog af lysi og solhatti, virkar alltaf fyrir mig
Sigrun Maria (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 14:45
Já veistu mér til mikillar furðu þá getur maður víst fengið ælupest þegar maður er orðinn gamall! Búin að vera með eina síðasta mánuðinn en bara á morgnana hahaha *djók*
kv. Spaugfuglinn ;P
Jóhanna (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.