Bíóferð dauðans

Varúð. Hér að neðan verður mjög lauslega fjallað um söguþráð myndarinnar Cloverfield.  

Ég verð sjóveik af að horfa á Dogma myndir. Þær eru þó yfirleitt bara um reykjandi dani og sifjaspell og eitthvað rólegt (held ég, vegna fyrrnefnds kvilla horfi ég ekki mikið á Dogmamyndir).  Síðasta bíóferð mín varð því ekki mjög ánægjuleg.

Ég féllst á að fara með nokkrum vinum í bíó þrátt fyrir að ég væri ekki spennt fyrir myndinni. Þegar ég heyrði útvarpsauglýsingu um hana minnkaði áhuginn ennþá. Þegar ég svo sá auglýsingarplagatið fyrir hana var ég næstum hætt við. Það er bara mín reynsla að myndir sem eru með lemstraða Frelsisstyttu á plagatinu eru ekki góðar (eða höfða ekki að mínum smekk). Ég lét samt til leiðast.

Myndin var svosem ágæt, mjög dæmigerður söguþráður í stórslysa/skrímslamynd. Gallinn var hinsvegar myndatakan. Öll myndin var tekin upp á myndavél af fólki á hlaupum. Stundum var það í lagi, svona þegar söguhetjan með myndadavélina var kyrr og það var ekki mikill hasar í kringum hana. Það gerðist ekki oft. Ég endaði á að vera með lokuð augun eða að horfa ofan í kjöltuna á mér svona þriðjunginn af tímanum. Mig svimaði og varð hálf óglatt. Ég var næstum búin að labba út í hléinu. Held ég rúlli Dogmamyndum upp eftir þessa reynslu.

 

 Nanna aumingi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er alveg sammála þér með þessa mynd, rosalega skrítin myndataka. Líka svona ekta amerísk hetjumynd, auðvitað varð hann að bjarga aðal gellunni....

Gunnfríður (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 12:13

2 identicon

herna ef tu vilt sja goda dogma mynd, maeli sem med danskri mynd sem heitir Elsker dog for evigt;) eg vard ekkert sjoveik ad horfa a hana:P sa hana nefnilega herna a tysku i sjonvarpinu og mig langar svo ad sja hana aftur;)

Sigrun Maria (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 22:33

3 identicon

ps. hun er hvorki um sifjaspell eda reykjandi dani;P

Sigrun Maria (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 22:34

4 identicon

haha við ættum að fara saman í bíó og sitja með lokuð augun, ég sat með lokuð augun helminginn ad Sweeny Todd höndla illa frjálslegan rakstur ef svo mætti að orði komast

Jóhanna (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hógvær bæði og yndisleg

Höfundur

Nanna Guðmundsdóttir
Nanna Guðmundsdóttir
Litla systir, stóra frænka, dóttir, vinkona, þjóðfræðinemi, ofurskáti og metnaðarfullur en húðlatur bloggari.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...ng_hood_726
  • jólamynd
  • jólamynd
  • Hvernig rúsínur verða til
  • Hvernig rúsínur verða til

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband