28.1.2008 | 17:07
Nýjasta tíska
Bróðir minn kom á framfæri kvörtunum við mömmu yfir því að hún væri ekki byrjuð að prjóna á barnabarnið sem er á leiðinni. Mamma brást skjótt við og dróg fram prjónablöð sín og fann uppskrift að hosum. Ég fletti í gegnum blöðin með mömmu og veltist um af hlátri á meðan ( reyndar ekki alveg en það hljómar bara svo vel). Blöðin eru semsagt frá árunum 1985 til 1991. Í þeim voru forljótar peysur í stórum stíl, ein var meira að segja með fjöðrum. Barnafötin eru þó nokkuð tímalaus svo það sleppur. Núna skil ég afhverju mamma merkti tímarita boxið með þessum blöðum "tískublöð".
Annars er ég að lesa grein fyrir morgundaginn sem heitir "On blowings one´s nose"
Nanna snyrtimenni.
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíddu, um hvað er þessi grein? ég sé einhvern veginn 2 kalla standa og annan að blása uppí nefið á hinum og segja svo: sko svona á að blása í nef, gerð þú nú... krípí... :p
Sylvía (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 21:20
Góð tillaga. En að var verið að segja hvernig á að snýta sér og hvað á ekki að gera. Líka hvernig fólk snýtti sér fyrr á öldum. Mög áhugaverð lesning :p
Nanna (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.