12.1.2008 | 16:03
Ný önn
Þá fer ískaldur raunveruleikinn að byrja aftur eftir langt jólafrí. Sem er mjög gott, ég hef ekki þolinmæði í að gera ekki neitt heilu dagana. Ég er að fara í þrjá áfanga og sýnist á öllu að það verði nóg að gera hjá mér. Síðasta kennsluáætlunin kom í hús í gær, hún var 16 bls. og það var bara fyrir fyrri hluta námskeiðsins. Ég vissi ekki alveg hvort ég ætti að hlægja eða gráta. En áfangi sem heitir Lúsakambar, hlandkoppar og kynlíf: Þjóðhættir og daglegt líf í sveitasamfélaginu getur nú varla verið leiðinlegur þó maður þurfi að lesa mikið.
Bleikur virðist vera þemalitur þessarar annar. Lesheftin fyrir norrænu goðafræðina eru skær bleik og bókin sem ég keypti fyrir efnismenninguna er líka bleik. Hún er nánar tiltekið lítil og bleik og fjallar um líf millistéttar svía á fyrri hluta síðustu aldar. Ég held að hún verði áhugaverð lesning.
Nanna námshestur
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl frænka
Já nokkuð áhugavert nafn á áfanga.. ;) Bleikur er fínn litur í miklu hófi að mínu mati. Litla frænka bara orðin tvítug ! vá það þýðir að ég er að verða gömul ....
Ingveldur (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 06:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.