Annáll ársins 2007..

.... pínu seint. Var búin að reyna einu sinni að skrifa annál en kerfið leyfði mér það ekki. Svo þurfti ég nokkra daga til að manna mig upp í að nenna að skrifa þetta aftur en hér kemur það.

Fyrstu mánuðirnir einkendust af gríðarlega miklu veseni við að koma Hroka og Hleypidómum á fjalirnar. Það þurfti að redda auglýsingum í leikskrána, redda proppsi, díla við skólastjórnendur, leikstjóra og leikhúseigendur og mæta á margar langar æfingar án þess að hafa í rauninni nokkuð að gera þar. 7. mars var verkið svo frumsýnt og fékk mjög góða dóma og þegar það vesen var búið gat maður andað léttar og farið að læra heima. Þrátt fyrir annríkið náði ég nú samt að fara í nokkrar ágætis útilegur, fara á síðustu árshátíðina í Kvennó og losna við teinana.          

Næst tók við dimmitering, vinna og útskrift. Stuttu eftir útskriftina varð ég svo tvítug og fór í tilefni af því með Jakob í menningar- og bernskuslóða sýnisferð til Akureyrar sem var mjög gaman. Svo tók vinnan við. Hún fólst í því að hafa ofan af fyrir mis vel (eða illa) uppöldum börnum og mjög mis vinnufúsum vinnuskóla krökkum. Það var gaman á köflum en reyndi jafnframt verulega á þolinmæðina. Vegna fyrirhugaðra framkvæmda á skála skátafélagsins varði barnapössunin þó frekar stutt. Skátinn var þó ekki lengi í paradís (Gilwell Park kannski) því óprúttnir aðilar brutust inn í skálan og stálu öllu steini léttara, þar með talið helling af verkfærum og Prins Póló. En þá gafst bara meiri tími til að undirbúa Jamboree.... og fara á McDonalds og tana. 

Í lok júlí var svo loksins komið að Jamboree (Alheimsmót skáta). Það var ótrúleg upplifun og maður kynntist allra þjóðakvikindum auk þess sem það var endanlega sannað að breskur matur er ekki góður og yfirgnæfandi fjöldi breta er óheppin með andlit.  

Eftir jamboree tók Háskólinn við. Ég byrjaði í þjóðfræði sem reyndist bara mjög skemmtilegt fyrir svo utan hressu samnemendurnar og kennarana (sem eru nota bene allt konur (nemendurnir)). Námið kallaði svo á fjölda verkefna, fyrirlestra og ritgerða auk skýrslugerðar og gífurlega mikils lesturs. En þar sem það er ekki nóg fór ég líka að vinna hjá skátunum sem kallar á dagsferðir, útilegur, fundarsetur og símtöl frá foreldrum og fleirum. Samt tókst mér nú að mæta í fullt af partýum, fara í áttræðisafmæli hjá ömmu og skreppa í sumarbústað með Sylvíu. 

Það gerðist því ýmislegt á þessu ári og ég lærði mjög margt nýtt. Td. að því minni samskipti sem maður hefur við leikstjóra því betra, að eg er nokkuð liðtæk með kúbein, að arabar eru vænstu grey sem horfa á Family guy, gefa mexíkóskum stúlkum g-strengi og kunna ekki arabastökk (við bættum reyndar úr því). Ég komst líka að því að það er mjög hættulegt að ryðjast í röð sem eru nánast bara bretar í og er bara fegin að hafa sloppið frá því án líkamsmeiðinga (sakleysislegt bros og léleg tilraun til að halda því fram að ég talaði ekki ensku gerðu lítið gagn). Að síðustu komst ég svo að því að Geir H. Haarde er helvíti hress en það breytir því samt ekki að ég á seint eftir að kjósa hann.

Ég ætlaði að prýða annálin myndum (flestum stolnum) en það var ekki alveg að virka. Ég ætlaði líka að setja inn framtíðarsýn fyrir árið 2008 en þetta er bara orðið full langt svo það fær að býða betri tíma.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hógvær bæði og yndisleg

Höfundur

Nanna Guðmundsdóttir
Nanna Guðmundsdóttir
Litla systir, stóra frænka, dóttir, vinkona, þjóðfræðinemi, ofurskáti og metnaðarfullur en húðlatur bloggari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ng_hood_726
  • jólamynd
  • jólamynd
  • Hvernig rúsínur verða til
  • Hvernig rúsínur verða til

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband