Hvít jól

Þá er prófastússið búið og tvær einkunnir komnar í hús og það 8.5 og 9. Mjög sátt með það. Jólin voru svo bara mjög róleg og fín. Var í góðu yfirlæti hjá Þórhildi og co. bæði á aðfangadag og jóladag þar sem gamla settið flúði land. Það var svolítið öðruvísi að vera ekki litla barnið og sjá hvernig krakkar eru í þessu pakkaflóði. Ég fór líka í kirkju klukkan 6 sem var ágætt en ekkert sem ég ætla að leggja í vana minn.

Jólagjafauppskeran var mjög góð. Bækur, náttföt, inniskór, baðvörur og fleira. Ég hef því eitthvað að lesa í jólafríinu sem er nýmæli því ég hef voða sjaldan fengið bækur í jólagjöf í seinni tíð. Ég fékk líka matreiðslubók sem ég ætla strax að byrja að nota. Það er uppskrift að bananamuffins í henni og ég á einmitt banana sem liggja fyrir dauðanum.

 

En bækurnar og konfektið bíða.

 Nanna jólabarn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju með einkunnirnar Nanna mín og gleðileg jól :D

Sylvía (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hógvær bæði og yndisleg

Höfundur

Nanna Guðmundsdóttir
Nanna Guðmundsdóttir
Litla systir, stóra frænka, dóttir, vinkona, þjóðfræðinemi, ofurskáti og metnaðarfullur en húðlatur bloggari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ng_hood_726
  • jólamynd
  • jólamynd
  • Hvernig rúsínur verða til
  • Hvernig rúsínur verða til

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband