6.12.2007 | 22:20
Próflestur
Þá er ég búin að koma frá mér útvarpsþættinum og bara eftir prófin tvö. Það var svolítið skrítið að vera daglegur gestur upp í útvarpshúsi í þrjá daga í röð. Ég var alveg hættur að kippa sér upp við allt fræga fólkið sem var á röltinu og var bara niðursokkin í mitt. Svo er bara málið að hlusta á rás 1 í janúar og febrúar, jafnvel mars. Annars læt ég ykkur nú vita þegar ég veit hvenær þetta fer í loftið svo þið getið hlutstað á mig fara á kostum og fræðst um Freyvangsleikhúsið í leiðinni og þurfið ekki að sitja límd við útvarpið alla daga.
Ég hef ekkert skilið í því afhverju það er alltaf verið að spila jólalög í útvarpinu, fattaði það í dag þegar fór að snjóa þessum ekta jólasnjó. Hef verið of upptekin síðustu daga til að komast í jólaskap... en það stendur vonandi til bóta.
Nanna dagskrárgerðarkona
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.