2.12.2007 | 23:50
Fjölmiðlar
Í dag er ég búin að hnjóta um tvo hluti í fjölmiðlaflórunni sem vöktu sterk viðbrögð hjá mér. Sverrir Jakobsson skrifaði mjög góða grein sem birtist í Fréttablaðinu (má tala um fréttablaðið á moggabloggi...) núna á laugardaginn. Þar svarar hann þeirri gagnrýni sem hefur komið fram upp á síðkastið um jafnréttismál. Mæli með því að fólk kíki á hana. Hún gerði greinina hans Þorsteins J. ,,Kerlingavæl", sem birtist á næstu opnu í sama blaði, mjög hjákátlega. Þar tuðar Þorsteinn J. um að það sé ekki fallegt hjá kellingum (reyndar ekki hans orð en hefði passað vel við tóninn í greininni) að leggja Egil Helgason í einelti og að það sé bara mjög eðlilegt hvað það er lítið af konum í fjölmiðlum. Hann er kannski bara hræddur við breytingar eins og Sverrir orðar það.
Í dag horfði ég svo á hið fræga Silfur Egils. Ég legg það nú ekki í vana minn af þeirri einföldu ástæðu að það litla sem ég hef séð af þeim þætti fannst mér bara vera karlavæl. Ómálefnalegt með öllu og leiðinlegt. Í þættinum í dag var verið að leiðrétta að trúleysingjar væru ekki vont fólk sem vildu ekki halda upp á jól og páska auk þess sem rætt var um hvort rétt væri að lögð væri áhersla á kristileg gildi í grunnskólum. Jón Magnússon sagði að íslendingar væru svo kristnir að auðvitað ætti að kenna börnum kristin gildi sem væru auk þess miklu betri en það sem önnur trúarbrögð boða. Sem er hvort tveggja rangt. Þarna var hann að miða við Íslam og hryðjuverkamenn og heimfærði það upp á öll önnur trúarbrögð. Það hefur nefnilega aldrei neinn verið drepinn í nafni kristninnar. Annars er ég nokkuð viss um að öll trúarbrögð boða tillitsemi, virðingu og náungakærleik og ekkert að því að kenna börnum það en ekki í nafni trúarinnar.
Þessi umræða var semsagt eins og oft vill verða þegar tveir deila. Annar er málefnalegur og kemur með góð rök fyrir máli sínu en hinn er svo viss um að hann hafi rétt fyrir sér að hann segir bara tóma þvælu.
Nanna, femíniskur trúleysingi
Um bloggið
Hógvær bæði og yndisleg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl frænka. Velkomin í bloggheima.
Ég er enn rasandi hissa sjálfur á þessari vitleysu sem að valt upp úr Þorsteini J. ég hafði einhvern vegin meiri trú á manninum en þetta. Silfrið er sett upp sem rifrildisþáttur og ekki einu sinni góður rifrildisþáttur ef út í það er farið og Egill þekktur fyrir allt annað en femíníska tilburði.
Júlli frændi, Femínisti með barnatrú :)
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.