Komin á mótið

Ég sit inn í fjölmiðlasetri í föðurlandi, ullarsokkum og flíspeysu. Já, það er kalt í Kenya. Það hafa komið kvöld þar sem ég er bæði í ullarbol og flíspeysu. Á daginn verður samt þokkalega heitt og í dag fengum við meira að segja sól.

 Allt hefur gengið nokkuð vel, ég hef verið heppnari með rútuferðir en sumir aðrir íslendingarnir sem lentu ítrekað í biluðum rútum í gær þegar við vorum að fara frá litlu mótssvæðunum sem við vorum á í 4 daga á aðal mótssvæðið. Maturinn er mjög einhæfur, brauð með hnetusmjöri og sultu (sem við keyptum sjálf) er algengur hlutur sem og harðsoðin egg, appelsínur og bananar. Á kvöldin er svo alltaf eitthvað kjöt sem mjög gjarnan er ólseigt og oftast hrísgrón (reyndar hakk og spagetti í kvöld sem var góð tilbreyting).

 Ég er í flokk með Brynju, 2 strákum frá Austurríki og 4 Kenyabúum. Þeir voru reyndar 5 en einn var rekinn af mótinu fyrir að kaupa stolið tjald. Austurrísku strákarnir eru mjög fínir. Annar þeirra höndlar reyndar mjög illa KFT (kenya flexible time) sem er mjog ráðandi á mótinu og að hérna sé enginn að endurvinna neitt. Keynabúarnir eru fínir þó þeir sjáist mis mikið. Einn þeirra hugsar meira um okkur en sig og tekur alveg eftir því ef einhver er ekki að borða. Einn daginn leið hinsvegar yfir hann þegar við vorum að elda kvöldmatinn því hann var bara búin að drekka hálfan líter af vatni og mátti ekki vera að því að borða hádegismatinn sinn því hann var svo upptekinn við að hugsa um alla hina. Við fengum hann til að setjast niður í smá  stund en svo var hann kominn á stjá aftur að færa okkur vatn og appelsínur. Fyrst fór þessi þjónustulund hans mjög í taugarnar á mér en núna læt ég hann óspart skera handa mér appelsínur.

 Í sveitinni okkar er mjög mikið af skandinövum og þýskumælandi fólki svo maður lendir reglulega á spjalli við hóp af fólki sem gleymir sér og fer að tala eitthvað sem ég skil ekki. Einn norðmaðurinn talar alltaf norsku við mig og ég skil hann aldrei, hann er víst frá svæði með mikla mállýsku.

 Hlakkar til að koma heim og fara í heita sturtu, hingað til hafa allar sturtur sem ég hef farið í verið mjög kaldar.

 Meira seinna

 Nanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh, gaman að heyra að þið eruð öll lifandi og svona :) Hlakka til að fá þig heim að heyra sögurnar!

Auður (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hógvær bæði og yndisleg

Höfundur

Nanna Guðmundsdóttir
Nanna Guðmundsdóttir
Litla systir, stóra frænka, dóttir, vinkona, þjóðfræðinemi, ofurskáti og metnaðarfullur en húðlatur bloggari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ng_hood_726
  • jólamynd
  • jólamynd
  • Hvernig rúsínur verða til
  • Hvernig rúsínur verða til

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband